mottuberg: strýtuþörungar, strómatólítar [stromatolite; στρωμα: dýna, beður, motta, lag; lite, litos: steinn, berg] er lagskipt setmyndun er líkist helst bryggjupollum með kúptum kolli. Það er myndað við strendur á grunnu vatni úr límkenndum mottum ljóstillífandi blábaktería og kalsíti sem settist til í þeim.


Elsta mottuberg er að finna í 3,45 Gá  gömlu bergi í Pilbara-skildinum í Ástralíu. ◊. ◊.


Nú er mottuhrauka blábaktería að finna við strendur hlýrra hafa en þeir eru tiltölulega fáséðir miðað við fyrri útbreiðslu. Bakteríurnar mynda límkennt lag (mottu) sem safnar í sig karbónatögnum. Ekki er ávallt hægt að þekkja steingerða strómatólíta með vissu vegna þess að annars konar myndanir en líkar þeim verða til án þess að ljóstillífunargerlar komi þar nærri.



Ýmsar lagskiptar bergmyndanir úr efnaseti td. útfellingar geta líkst mottubergi þó að þær eigi fátt sameiginlegt með þeim.



Sjá blábakteríur.