dreifkjörnungur: vankjörnungur; [procaryote, prokaryote], lífvera sem hefur ekki afmarkaðan kjarna í frymi sínu; til þeirra teljast m.a. bakteríur (gerlar): fyrnur [archea], metanbakteríur, hverabakteríur, eiginlegar bakteríur [eubacteria], blábakteríur, [cyanobacteria] (ljóstillíandi bakteríur) (blágræn-„þörungar“). ◊.


Fyrstu dreifkjörnungar virðast koma fram fyrir um 3,8 Gá. Þeir voru loftfirrtir þe. öndunin var ekki háð óbundnu súrefni [anaerobic respiration]. Loftháð efnaskipti [aerobic metabolism] eru talin koma fram fyrir uþb. 2 Gá eða 1,8 Gá eftir að fyrstu frumur komu fram. ◊.


Sjá skýringar um heilkjörnunga.


Sjá líf á upphafsöld.