Spínat, [Spinacia oleracea]



[En: Spinach; Dk: Spinat; De: Spinat, Gemüsespinat, Gartenspinat]

Spínat er jurt af skrauthalaætt. Það er einær planta (sjaldan tvíær), og getur náð allt að 30 cm hæð. Spínat getur þó lifað veturinn af í tempruðu beltunum. Spínat er mikið notað í salöt og matargerð.

Spínat inniheldur oxalsýru sem hefur neikvæð áhrif við langtímaneyslu. Oxalsýran hindrar upptöku járns við meltingu og er varasöm þeim sem er hætt við nýrnasteinum.

Spínat þarf að sjóða í miklu magni eða endurnýja vatnið einu sinni til tvisvar við suðuna til þess að minnka magn oxalsýrunar.



Sjá komatsuna
Spinacia oleracea
Sjá töflu um helstu efni í spínati á ensku Wikipedíunni

Sjá um Oxalsúru á íslensku Wikipedíunni

og í þeirri ensku í kaflanum Occurrence in foods and plants