Soðin fersk ýsa í þverskornum stykkjum



  • meðalstór ýsa
  • kartöflur (3 á mann)
  • lárviðarlauf
  • salt
  • hnoðmör, hamsatólg, bráðið smjör eða vinaigrette.

Aðferð:


Hæfilega mikið af köldu vati er látið renna í pott og saltað vel. (allt að 35g/L, ýsa var gjarna soðin í söltum sjó til sjós).


Uggarnir eru klipptir af ýsunni og hún er síðan þverskorin í 3 - 4 stykki og komið fyrir í pottinum þannig vatnið fljóti yfir fiskinn. Látviðarlaufblöðum bætt í vatnið.


Kvekt er undir pottinum og suðan látin koma upp og þá er slökkt á hellunni og lok sett yfir pottinn.


Lokaður potturinn með fiskinum er látinn bíða í 5 – 10 mínútur og þá ætti fiskurinn að vera soðinn.