„Roastbeef“ — ofnsteikt nautakjöt



Efni:
  • Uþb. 1 kg nautakjöt (innlærisvöðvi)
  • Matarolía
  • Salt uþb 1 tsk
  • Svartur nýmulinn pipar
Aðferð:

Ofninn er hitaður í 225°C með yfir- og undirhita.


Ólívuolíu er smurt á yfirborð kjkötsins og sjávarsalti og svörtum pipar er stráð yfir.


Kjötið er lagt á álþynnu í ofnskúffu og kjöthitamæli stungið í kjötið þannig að hann mæli hitann í miðju kjötstykkinu.


Ofnskúffan með kjötinu er sett í heitan ofninn miðjan. Steikt er við 225°C í 15 mínútur.


Síðan er hitinn lækkaður í 160°C og steikt áfram í 20 - 25 mínútur eða uns mælirinn sýnir 52° - 55°C.


A 225°C í 15 mínútur


B 160°C í 20 mínútur (kjötmælir má ekki fara yfir 55°C)


Kjötstykkið er tekið úr ofninum vafið álþynnu og látið standa uþb. 20 mínútur áður en það er skorið í þunnar 2 – 3 mm sneiðar með hárbeittum eldhúshníf.




Til útprentunar.