Risalamande


Fyrir 4
  • 1 dL vatn
  • 60 gr (3/4 dL) grautarhrísgrjón
  • 4 dL nýmjólk
  • ½ stk vanillustöng
  • 1 – 2 msk sykur (eða eftir smekk)
  • 10 stk. hakkaðar afhýddar möndlur
  • 1 mandla
  • 3 dL rjómi – þeyttur
Hrísgrjónunum er hellt út í sjóðandi vatnið og látið sjóða í 2 mín. í potti með þykkum botni.

Mjólkinni og vanillukjarnanum bætt út í og suðan látin koma upp og grjónin látin krauma við vægan hita í uþb. 35 mín. undir loki. Hrært í grautnum af og til.

Grauturinn er kældur og eftir það er sykri og hökkuðu möndlunum bætt út í.

Rjóminn er léttþeyttur og hann hrærður saman við grautinn.

Út á risalamande er notuð kirsuberjasósa.

Möndlunni einu er komið fyrir á huldum stað í grautnum. Sá sem fær hana hlýtur möndlugjöf á jólum.


Kirsuberjasósa er gjarna notuð út á risalamande