Nauta rib-eye, framhryggur
[Fr.: Entrecôte; Ar.: ancho de bife ]
|
|
Aðferð: Þurrkið steikina vel, kryddið hana með pipar og salti og látið hana liggja ca. 6 klst. fyrir eldun. Pannan er hituð uns vatnsdropar sem falla á hana mynda perlur á yfirborði hennar Hluti fiturandarinnar er skorinn af og bræddur að hluta á pönnunni og 1 tsk. olíu bætt við bráðið. Steikin sett á pönnuna og steikt án þess að hún sé hreyfð 90 sek. á fyrri hlið. Síðan er steikt 60 sek. á seinni hliðinni. Steikin er reist við með töng og hún brúnuð á köntunum. Steikin er tekin af pönnunni og lögð til hliðar þar sem hún er látin bíða í 6 til 10 mínútur í 80 - 100°C heitum ofni. Fituröndin sem skorin var af er hituð vel á pönu og blöndu af smjöri og vatni (50/50) hellt á heita pönnina. Steikin sett á pönnuna og steikt í 50 sek. á fyrri hlið. Steikinni snúið við og smjöri bætt á pönnuna ásamt kramda hvítlauksrifinu og rósmaringreininni. Steikt á seinni hlið í 60 sek. um leið og fitubráðinu er ausið yfir steikina. |
|
![]() |
![]() |
Rib-eye, framhryggur |
Entrecôte, kjötskurður |