Lasanja



 

Kjötsósa:

900 g nautahakk
1 laukur, saxaður
2-3 gulrætur, skornar í sneiðar
4 hvítlauksrif, pressuð
2 dósir (400 g) saxaðir tómatar
500 g maukaðir tómatar (tómat passata)
340 g tómat paste
120 ml vatn
1 msk sykur
1 tsk fennel fræ
2 msk fersk basilíka, söxuð
2 msk ferskt steinselja, söxuð
1 tsk salt
1 tsk ítalskt krydd
1/2 tsk pipar



Hvít sósa
700 g kotasæla
1/2 tsk múskat
1 egg
2 msk fersk steinselja, söxuð
Kjötið, grænmetið og kryddið komið á pönnuna.
Hvíta sósan með kotasælu, múskati, eggi og steinselju
Hér er rétturinn á leiðinni í ofninn
Rétturinn tilbúinn til neislu.
  1. Byrjið á brúna kjötið ásamt lauk, hvítlauk og gulrótum í um 6-8 mínútur við láan hita.

  2. Bætið tómötum, tómatmauki, tómat paste og vatni saman við og hrærið vel.
  3. Bætið sykri, fennel, basilíku, steinselju, salti, ítölsku kryddi og pipar út í.
  4. Látið lok yfir (eða álpappír) og leyfið að malla í eina og hálfa klukkustund eða lengur. Ef þið hafið ekki svo langan tíma sleppur hinsvegar ein klukkustund.
  5. Leggið pastaplöturnar í bleyti í heitu vatni í um 15 mínútur.
  6. Gerið hvítu sósuna með því að blanda saman kotasælu, múskati, eggi og steinselju.
  7. Takið nú ofnfast mót (ca.33x23cm) og látið 470 ml af kjötsósunni í botninn.
  8. Takið pastaplöturnar út vatnsbaðinu og hristið vatnið af. Leggið lasagnaplötur yfir kjötsósuna.
  9. Látið hvítu sósuna yfir pastaplöturnar og dreifið mozzarellaosti yfir hana og rífið parmesanost yfir allt
  10. Endurtakið allt aftur dreifið 480 ml af kjötsósunni yfir ostinn, látið pastaplöturnar yfir kjötsósuna, hvítu sósuna yfir þær og síðan mozzarella og parmesan.
  11. Látið það sem er eftir af kjötsósunni og síðan ost yfir það.
  12. Hyljið með álpappír og eldið við 180°c í 25 mínútúr. Fjarlægið þá álpappírinn og eldið í aðrar 25 mínútur.
  13. Takið úr ofni og leyfið að standa í 15 mínútur áður en þið berið það fram með góðu salati og hvítlauksbrauði. nammi namm!



Að sjálfsögðu má nota það grænmeti sem hver og einn óskar. Sumir vilja hafa sveppi og aðrir sellerírót í sitt lasagna. Sellerírót er ekki það sama og sellerí og er um það bil ljótasta grænmetið í búðunum en dæmið það ekki af útlitinu því það bragðast frábærlega í rétti eins og þennan sem og grænmetisrétti. Skerið það í litla teninga og steikið með kjötinu.




Til prentunar


Texti á Wikipediu