Kartöflur hafa verið í ræktun á Íslandi í um 250 ár. Neysla kartaflna hefur minnkað frá því hún var mest en samt borðum við að meðaltali 28 kg á ári.
Ísland er á norðurmörkum ræktunarsvæðis kartaflna og er því mikil sveifla í uppskerunni eftir tíðarfari. Algengustu afbrigði í ræktun eru Gullauga, Rauðar íslenskar og Premier. Premier er fljótvaxið afbrigði, Gullauga miðlungi fljótvaxið en Rauðar eru seinar. Hérlendis er það frekar regla en undantekning að láta útsæði í forspírun.
Vegna lágs meðalhita sumarsins og stutts vaxtartíma er forspírun nauðsynleg til að Gullauga og Rauðar íslenska nái viðunandi þroska í meðalári. Vaxtartíminn er nógu langur fyrir snemmsprottin afbrigði án forspírunar en kosturinn við forspírun á þeim er að unnt er að taka upp í sumarsölu.
Töluvert er um að setja dúk (plast- eða trefjadúk) yfir garðinn eftir niðursetningu og hann látinn vera á þar til grös eru komin vel upp. Fyrir upptöku er mikilvægt að kartöflurnar séu búnar að þroska gott hýði því þannig geymast þær betur. Kjörhitastig í geymslu er um 4°C.
|
|
|
Næringargildi
Innihald í 100 g |
vatn 70% |
Næringargildi í 100 g |
|
Orka |
305 kj / 72 kcal |
Fita |
0,3 g |
Þar af mettuð |
0,06 g |
Kolvetni |
14,2 g |
Þar af sykurtegundir |
0,6 g |
Trefjar |
2,0 g |
Prótein |
Salt |
0,01 g |
Kalíur sem hlutfall af næringarviðmiðunargildum. |
400 mg 20% |
|
Kartöflur eru með mikilvægustu uppsprettum B- og C-vítamíns í fæðunni. Einnig innihalda kartöflur, kalk, fosfór og trefjar. Í þeim er mikill mjölvi sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningarríkar. Æskilegt er að sjóða kartöflur með hýðinu, annars tapast mikið af næringarefnum út í suðuvatnið. Séu þær afhýddar fyrir suðu ber að nota eins lítið vatn við suðuna og kostur er og nota síðan vatnið í sósur eða til brauðgerðar til að nýta næringarefnin sem skolast hafa út.
|
|
|
|
|
|