Rjómaís à la GT



½ L rjómi, 36%
6 egg
6 msk (90 g) strásykur
vanillustangir
Sykrinum er helt út í rjómann sem er síðan létt þeyttur og geymdur á köldum stað á meðan eggin eru þeytt. Mikilvægt er að bæta sykrinum í rjómann en ekki í eggin.1

Skafið innan úr vanillustöngunum og innihaldið geymt fyrir þeyttu eggin.

Vanillukjörnunum bætt í eggin og þau þeytt vel.2 Þau (rauðan + hvítan) stífna ekki en loftbólur koma til með að að sjást viðyfirborðið.

Þeyttum eggjunum og rjómanum blandað saman, þeytt vel og hellt í form. Þessi blanda rúmast í þremur 9,5 dL formum.

Blandan þarf að vera ca. 12 klst. í frysti.



Athugasemd:
1 Ef sykrinum er bætt í eggin verður eggjahræran of eðlisþung og á þess vegna til með að sökkva til botns áður en blandan frýs.
2 Hvítan og rauðan eru ekki skilin að heldur hellt beint úr skurninu í skálina.