Vanilla
Vanilla er bragðefni sem fæst úr orkídeum af Vanilluætt, aðallega úr mexíkönskum tegundum [Vanilla planifolia] þar sem heimkynni plöntunnar er að finna. | ![]() |
Þrjár mikilvægar tegundir vanilluorkídeunnar sem allar eiga ættir sínar að rekja til tegunda í Mið-Ameríku eru nú ræktaðar utan upphaflegu heimkynnanna. Vanilla planifolia (syn. V. fragrans) er ræktuð á Madagaskar, eynni Réunion og öðrum hitabeltissvæðum meðfram Indlandshafi, Vanilla tahitensins er ræktuð við Suður-Kyrrahaf og Vanilla pompona í Vestur-Indíum, Mið-Ameríku og | |
Stærstur hluti vanillu er unninn úr Vanilla planifolia tegundum og kallast Bourbon vanilla eftir upphaflega nafni Réunion (Île Bourbon) eða Madagascar vanilla frá nærliggjandi eyjum í Indladshafi og Indónesíu. Madagaskar og Indónesía framleiða 2/3 af heimsframleiðslunnar. | |
Þurrkaðir vanilluávedtir |
|
Þjóðir í Mið-Ameríku unnu vín sem Astekar nefndu tlilxochitl úr vanillu orkídeum. Hernán Cortés er talinn hafa kynnt vanillu og súkkulaði fyrir Evrópubúum um 1520. Þegar Spánverjar tóku Montesúma 2. til fanga sá einn af herforingjum Cortes hann drekka „chocolatl“ en það var drykkur gerður úr möluðum kakóbaunum og möluðu hveiti bragðbætt með möluðum vanillubelgjum og hunangi. Þegar til Evrópu kom varð vanilla fyrst vinsælli en súkkulaði og um 1700 hafði notkun hennar breiðst út um alla Evrópu. Í þrjár aldir var Mexíkó aðalframleiðsluland vanillu. | ![]() |
Vanilluávöxturinn opnaður | |
![]() |
|
Vanillukjarninn skafinn. Þetta má einnig gera með teskeiðarblaði. |
|