„Hakkebøff“



Uppskrift fyrir 4
Efni:
  • 600 g hakkað nautakjöt (10% fita)
  • 3 stórir laukar
  • 3 dL nautakjörsseyði
  • 2 tsk maísmjöl (maizena)
  • salt
  • pipar, nýmalaður


Aðferð:
Kjötinu er skipt í sex jafnstóra hluta með beittum hníf.
Mynaðu bolta úr hverjum hluta en þrýstu ekki of fast.
Leggðu boltana á skurðbretti og þrýstu laust á þa með flötu hnífsblaði þannig að þeir fletjist út.
Sláðu laust á buffin með bakkanum á hnífsblaðinu og myndaðu "rúðuform" lík því sem eru á myndinni hér th.
Afhýddu laukinn og sneiddu niður í sneiðar.
Bræddu 3 tsk af smöri á heitri pönnu og brúnaður laukinn í ca. 10 mínútur og kryddaðu með salti og pipar. Færðu svo laukinn yfir í litla skál.
Bættu vænu stykki af smjöri á pönnuna og hækkaðu hitann til þess að buffinn steikist en soðni ekki. Steiktu buffin í 10 mín og snúðu þeim á meðan þannig að hver hlið fái ca. 5 mín. Að lokum eru buffin krydduð með salti og pipar og svo eru buffin lögð til hliðar á fat eða disk.
Helltu nautakjötseyðinu á pönnuna og láttu suðuna koma upp. Hrærðu maísenamjölið í örlitlu vatni og helltu því á pönnuna. Hrærðu verl í og gættu þess að kekkir nái ekki að myndast. Kryddaðu með salti og pipar og etv. marsala matarvínu.
Leggðu hakkabuffin í sósuna og leggðu síðan brúnaða laukinn á buffin.


Til útprentunar