Flammkuchen — Tarte Flambée
Flamkuchen [logakökur] eru yfir 200 ára gamalt þýsk-franskur sérréttur frá Pfalz / Baden og Alsace. Hann líkist mjög þunnri pizzu. Það sem einkennir Flamkuchen er að á þær er smurt þunnu lagi af skyri [fromage blanc] og lauk og beikoni dreift yfir.
Sagan segir að einfalt deigið hafi verið notað til að finna hvort bakarofninn væri orðinn nægilega heitur. Deigið var flatt út með kökukefli og átti að ná sérstakri áferð innan viss tíma við rétt hitastig.
Deigið:
Álegg |
![]() |
Blandið hveiti og salti í skál og bætið síðan vatninu og olíunni í og blandið vel. Færið deigið yfir á borðplötu með hveitisáldri og hnoðið vel. Fletjið deigið út í 2 ferhyrninga ~ 25 x 28 cm.
Forhitið ofninn í 230 - 250°C. Dreifið skyrinu yfir deigið en skiljið rönd eftir við kantana. Dreifið lauknum, beikoninu og rifna ostinum yfir skyrið. Kryddið með salti, pipar og múskati. |
|