Dönsk eplakaka à la KV

1 pk þurrkuð epli (eða 1 kg fersk matarepli)
1 pk þurrkaðar aprikósur (Hagvers)

1 L vatn ef um þurrkuð epli er að ræða

50 g sykur
2 msk. af rommi eða portvín
150 g sykur
75 g sjmör 100 g hakkaðar valhnetur (þvegnar)
1 poki muldar tvíbökur
Aprikósurnar saxaðar niður í smáa bita og lagðar í bleyti ca. 1 sólarhring í 1 L af vatni ásamt 50 g af sykri.
Þurrkuðu eplin soðiin í ca. 30 til 45 mín. og 1 glasi eða dós af eplamauki bætt út í
Ef um matarepli er að ræða þurfa þau aðeins 10 mín. suðu
Rommi eða portvíni bætt í ef vill.
150 g sykur bræddur á pönnu ca. 75 g af smjöri bætt í og síðan er 100 g af hökkuðum valhnetum og 1 poka af muldum tvíbökum bætt út í. Hrært vel í áður en mylsnan kólnar.
Borið fram með rjóma og rifsberjahlaupi eða sólberjasultu.
Til prentunar