Biscotti



[Cantucci] eru ítalskar möndlutvíbökur sem eru ættaðar frá borginni Prato í Toskana á Ítalíu.



  • 240 g hveiti
  • 140 g strásykur
  • 1 (góð) tsk. lyftiduft
  • 60 g smjör
  • 2 egg
  • 100 g möndlur, óflysjaðar
  • 2 tsk Ceylonkanill
  • ½ tsk salt
Þurrefnum + smjöi blandað saman í matvinnsluvél.

Eggjum blandað saman við ásamt heilum möndlunum (ekki skera þær niður) og deigið hnoðað saman með höndunum og rúllað út og sett á smjörpappír í ofnskúffu – horn í horn.

Deigið er aðeins flatt út (kantar rúnnðair) og bakað í 30 mín. við 180°C – deigið tekið út og látið kólna í um 20 – 30 mínútur áður en það er skorið niður í uþb. 12 mm sneiðar sem raðað er í ofnskúffuna og bakaðar í 20 – 25 mín.

Slökkt á ofninum og hann opnaður lítillega og kökurnar látnar kólna með ofninum.
Sjá ítalsskt myndstreymi.