lögmál Walthers: lýsir setbergi í lóðréttri setlagasyrpu [sequence], sem myndaðist úr setlagaeiningum [cycle], er settust til samhliða í láréttum fleti. Í þessu felst að þegar setumhverfi færist til í láréttum fleti, eins og td. við áflæði, afflæði og myndun bugða í fljótum, munu setlög mynduð í því umhverfi leggjast yfir eldri setlög mynduð í annars konar umhverfi. Þetta á aðeins við um aðstæður þar sem mislægi kemur ekki fyrir. ◊ ◊ ◊
Lögmálið má orða á eftirfarandi hátt: Hinar ýmsu myndanir sömu ásýnda og sömuleiðis annarra ólíkra ásýnda sem mynduðust hlið við hlið þó þær birtist í lóðréttum jarðlagastafla liggjandi hver ofaná annarri. ◊
Setlagamyndun við áflæði og afflæði lýtur einnig þessu lögmáli. ◊