setlagasyrpa: [sequence] nokkuð heilleg röð setlaga sem úr má lesa þá rás atburða sem áttu sér stað frá myndun lagann. oftast er um að ræða setlagaeiningar sem afmarkaðar eru efst og neðst af mislægi. Í hverri syrpu geta verið margar setlagaeiningar [cycle].


Hugtakið er einkum notað við túlkun grafa sem fengin eru með skjálftamælingum. ◊.



Á síðu háskólans í Suður-Karolínu SCU er fjallað um setmyndanir.



Sjá einnig skýringar hugtaka hjá Schlumberger http://www.glossary.oilfield.slb.com



Sjá hringþema.