hringþema: [cyclotheme, cyclothemes] er notað um setlagasnið þar sem setlagasyrpur endurtaka sig í sífellu. Getur þetta bæði átt við um ferskvatns- og sjávarset. Ástæðan getur verið snöggar breytingar á vatns- eða sjávarstöðu. Slíkar myndanir eru algengar frá síðkolatímabilinu ◊ og er ástæðan talin geta verið jöklun og afjöklun á Gondvanalandi. ◊