Venus frá Willendorf er 11,1 cm há Venusarmynd sem er talið að hafi verið gerð undir lok fornsteinaldar fyrir 25.000 – 30.000 áru. Á þessum tíma, skömmu fyrir hámark síðasta jökulskeiðs LGM lifðu veiðimenn og safnarar víða í Mið-Evrópu. Mennig þeirra er kennd við bæinn La Gravette sem er 16  km austan við Bordeux í Suðvestur-Frakklandi. Gravette fólkið smíðaði ýmis tól og hluti úr kalksteini, beinum og tönnum loðfíla og eru fígúratífu venusarmyndirnar einkennandi fyrir þetta fólk.


Venus frá Willendorf fannst 7. ágúst 1908 við uppgröft steinaldarminja í nágrenni Willendor í Neðra-Austurríki og er hún nú varðveitt í Náttúrugripasafninu í Vín. Myndin er gerð úr oolite kalksteini sem myndaðist á miðlífsöld. Enginn slíkur kalksteinn finnst hjá Willendorf en af mörgum fundarstöðum í Mið-Evrópu virðist efni myndarinnar, samkvæmt rannsóknum með µCT skanna, falla best að kalksteini sem finnst við bæinn Ala sem stendur við ána Adige, nærststlengsta fljót Ítalíu, og skammt austan við Gardavatn.


Venus frá Brassempoy, sem er suðvestantil í Frakklandi, er talin gerð fyrir 29.000 - 22.000 BP þe. á Gravettian-tímabilinu. Mun eldri er Venus frá Hohle Fels, helli 60 km suð-austur af Stuttgart í Þýskalandi. Hún er talin 31.000 - 35.000 14C ára gömul. Eldri er Ljóna-maðurinn4, mynd úr loðfílstönn, sem fannst í Hohlenstein-Stadel hellinum sem er uþb. 80 km suðaustur af Stuttgart og talin vera 35.000 and 40.000 ára.






Heimildir:
1 Gerhard W. Weber1 et al. 2022: "The microstructure and the origin of the Venus from Willendorf"
Nature, Scientific Reports.
2 Janusz K. Koz1owski 2014: The origin of the Gravettian,
1040-6182/. 2014 Elsevier Ltd and INQUA.
3 N. Petro et al. 2016: "The Loppio Oolitic Limestone (Early Jurassic, Southern Alps): A prograding oolitic body with high original porosity originated by a carbonate platform crisis and recovery",
< http://dx.doi.org/10.1016/j.marpetgeo.2016.10.027 0264-8172/© 2016 Elsevier Ltd. All rights reserved. >
4 Ljónamaðurinn,
Hohlenstein-Stadel hellirinn,
en.wikipedia.org
< https://en.wikipedia.org/wiki/Lion-man >