Vatnsdalshólar eru taldir hafa myndast við að stórt bergstykki úr Vatnsdalsfjalli hljóp fram, brotnaði og náði miklum hraða vegna massa og fallhæðar efnisins. Hugsanlega hefur bergstykkið átt uppruna sinn á svæði því sem nær frá Hlassi og norður í Hrafnakletta ◊. ◊. og farið af stað sökum ójafnvægis í fjallshlíðinni eftir að jökla leysti. Það sem hleypti því af stað gæti hafa verið jarðskjálfti eða breyting á vatnsþrýstingi, sem minnkaði viðnám bergstykkisins við undirlagið og jók þannig á fallhættuna. Líklega hafa sprungur og halli berglaga einnig dregið úr stöðugleika hlíðarinnar. Vegna þess hve langt hlaupið hefur náð út frá hrunstað, má reikna með að um svonefnt bergflóð hafi verið að ræða. Aldur hólanna er óviss er líklegt er að þeir hafi myndast einhvern tíma á tímabilinu frá 9550 til 6100 árum BP.



◊. ◊. ◊.






Heimildir:
1 Höskuldur Búi Jónsson et al. 2004: „MYNDAÐI BERGHLAUP VATNSDALSHÓLA?“ Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 129-138, 2004