bergflóð: [En: rock avalanche, De: Felssturz] verður þegar mikið rúmmál bergmassa í mikilli hæð losnar og fer allt af stað í einu. Bergmassinn molnar í hlaupinu og nær umtalsverðum hraða eða allt að 180 km/klst (50 m/sek). Við slíkar aðstæður getur hann flust svo kílómetrum skiptir frá hrunstaðnum. Tilgátur hafa verið settar fram um að urðarmassinn ysjist [sbr. lausamjöll] við hlaupið og hætti að hegða sér eins og fast efni en renni sem kvikefni líkt og vökvi en við það minnkar viðnám við undirlagið verulega. Ekki er ólíklegt að urðarmassinn geti fengið þessa eiginleika við að blandst vatni og lofti.



Sjá Steinholtshlaup.