túrmalín: [tourmaline] er algeng steind í pegmatíti og myndbreyttum kalksteini við granítinnskot. Tourmalín veðrast seint og finnst því oft í seti. Steindin svarar þrýstingi með því að gefa frá sér rafstraum og hefur hún verið notuð í tæknibúnaði þar sem slikir eiginleikar koma sér vel.


Lituð gagnsæ afbrigði eru skorin í skrautsteina.



Sjá skrautsteindir.