pegmatít: grófkristallað granít oft í tengslum við granítinnskot.
Pegmatítið er myndað úr síðasta gránítbráðinu. Í því er mikið magn frumefna sem myndunarsteindir granítsins tóku ekki til sín nema að litlu leyti. Þess vegna er er þar stundum að finna sjaldgæfar steindir eins og flusspat, molybdenglans, allanít og gadolinit.