Þjórsárver er ungt heiti sem fyrst birtist á prenti 19531 og var þá notað um stærsta varpsvæði heiðargæsarinnar ◊ en þarna verpa um ⅔ 2 hlutar stofnsins. Verin ná yfir land meðfram Þjórsá frá Loðnaveri (∼ 500 mys.) í suðri og norður fyrir Arnarfellsver (∼ 620 mys.). Eins og örnefnin bera með sér hafa menn sótt þangað í ver til að veiða gæsina þegar hún var í sárum og ófleyg þannig að auðvelt var að reka hana í réttir ◊ þar sem henni var síðan slátrað. ◊.
Fyrir norðan Sand (Fjórðungssand) er Langaleit, gamall afréttur Gnúpverja, Skeiða-, Flóa- Hruna- og Tungnamanna, en austan Þjórsár er afréttur Ásahrepps.3
Á þessu svæði er víða þykkur 7000 ára gamall jarðvegur þar sem skiptist á þurrlendi með öldum og jökulgörðum, ◊ grónum víði og lyngi annars vegar og votlendi með flæðimýrum flám og rústum ◊ hins vegar. ◊ ◊ ◊ Blágresi ætihvönn, geldingarhnappur, gullmura og steindepla mynda víða blómskrúð. Burnirót ◊ vex í stórum breiðum þar sem sauðkindin nær ekki til hennar. Blómskrúðið í Arnarfellsbrekkum nær upp í 1.000 mys.4
Vistsvæði þetta er einstakt og á hvergi sinn líka hér á landi nema ef vera kynni við Hvítárvatn austan Langjökuls og í Eyjabökkum en þau svæði bæði eru þó miklu minni.
Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981 og sú friðlýsing var svo endurskoðuð árið 1987.5 ◊. Nokkuð hefur verið kroppað í eystri mörk friðlandsins við Kvíslavatn og þverám Þjórsár með tæpleta ½ af upphaflegu rennsli árinnar er nú veitt í Kvíslaveitur.4 ◊.
Með rammaáætlun 2 stóð til að stækka friðlandið með tilskipun sem taka átti gildi sumarið 2013 en hún var síðan afturkölluð af þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra til að þóknast vilja Landsvirkjunar.6 ◊.
Sjá vatnsaflsvirkjanir á Íslandi.
Sjá um vatnasvið íslenskra vatnsfalla.