þari: [En: kelp; De: Tang Jp: kombu {昆布}] er heiti stórvaxinna brúnþörunga af ættinni Laminariaceae auk beltisþara. Þari vex einkum við strendur Íslands undir mörkum stórstraumsfjöru en þang yfir mörkum smástraumsfjöru.


„Beltisþarinn” Saccharina japonica (Dashi kombu) er ræktaður í stórum stíl í Kína, Japan og Kóreu. Hann er ein helsta uppspretta dashi, sem er súpukraftur með glútamínsýru [glutamic acid] og asparssýru [aspartic acid] auk óbudnins alaníns [alanine].1



Tafla með upplýsingum um glutamíninnihaldi ýmissa matvæla ofl. (Unami, fimmta bragðið)



Heimild: 1 Mouritsen et al. Flavour 2012, 1:4
http://www.flavourjournal.com/content/1/1/4