svampdýr: [Fylking: porifera, En: sponge, Dk: svampedyr, De: Schwämme] teljast til frumstæðustu fjölfruma dýra. Þeir hafa ekki sérhæfð líffæri og vefi til öndunar, meltingar eða losunar úrgangs. Vegna útlitsins og þeirrar staðreyndar að sitja fastir áleit Aristóteles svampa vera plöntur. Svampar eru svo ólíkir dýrum að enn greinir dýrafræðing á um hvort telja eigi þá til dýraríkisins. Um 5.000 tegundir af svömpum hafa fundist og lifa þeir frá flæðarmáli niður á 8.500 m dýpi. Tímasvið svampdýra nær frá Ediacaran tímabilinu fyrir 635 — 542 Má til nútíma.


Stoðgrind svampa er annað hvort úr sveigjanlegu svampkenndum trefjum (kítín (prótein) sem líkist plastefni), úr hörðum nálum [spicules] eða blöndu úr þessu tvennu.


Nálarnar eru ýmist úr kalki (CaCO3) eða klísli (SiO2).


Svampar sem notaðir eru til þvotta eru með kítín-stoðgrind.