sigdalur: [En: rift valley, De: Graben, Grabenbruch, Riftzone, Dk: riftdal] myndast við siggengi milli tveggja samsíða siggengja. Sigdalur er t.d. norðan Þingvallavatns á milli Almannagjár ◊ ◊. og Hrafnagjár og auk þess má nefna Rauðahaf ásamt sigdal Austur-Afríku.
Efri Rínardalur er forn sigdalur.