Þingvallavatns — Langjökuls sigdalurinn

Botn sigdalsins nær 1000 m hæð við Langjökul en honum hallar til SV að Henglinum þar sem hann er lægstur uþb. 14 m undir sjávarmáli. Í lægðinni sem þar hefur myndast liggur Þingvallavatn, næst stærsta stöðuvatn landsins 82 km2 að flatarmáli. Yfirborð þess er í 100 m hys. og mesta dýpi 114 m. ◊.


Allar myndanir á svæðinu eru úr basalti og þær helstu eru:
Nútími

◊.
  Basalthraun Hraun Auðkenni Gosop Aldur
Nesjahraun nsh 1865 14C; ~ 1800 alm. ár BP
Þjófahraun tfh 3360 14C; ~ 350 alm. ár BP
Lambahraun lbh ~ 3700 14C; ~ 4000 alm. ár BP
Sköflungur sfh > H4; ~ 5300 alm. ár BP
Hagafellshraun hfh  
Hagavíkurhraun hvh ~ 5000 14C; ~ 5700 alm. ár BP
Eldborgir ebh  
Gjábakkahraun gbh  
Skjaldbreiður II sk-II  
Skjaldbreiður I sk-I ?  
hraun við Brunna/Skógarkot bsh  
Þingvallahraun tvh 9160 14C; ~ 10,200 alm ár B
Helgafellsdyngjan hfs  
Ísöld

◊. ◊.
Jökulskeið (Weichselian) Móbergshryggir

Stapar og móbergshryggir

Hlýskeið Eemian |T| Hæðir, Lyngdalsheiði, Skersli og dyngjur Skessubása
Næstsíðasta jökulskeið Lágafell
Gagnheiði
Hrossahæð
Næstsíðasta hlýskeið

Hraun frá Tröllahálsdyngju,

Dyngjuhraun kennd við Brúsastaðabrekkur

3. síðasta jökulskeið Kvígindisfell,
Botnsúlur, Búrfell

Móberg Grafningshálsa

3. síðasta hlýskeið Basalt í Grafningi

Eldvirkni á Íslandi tengist sprungusveimum og eldstöðvakerfum en hratt rek á Þingvallasvæðinu flækir myndina. Líklegt er þó að núverandi sprungusveimur Þingvallalægðarinnar tengist Hengils-megineldstöðinni.


Norðvestan til í sigdalnum gengur sprungusveimur sem tengir Botnsúlur etv. við eldstöðvakerfi með megineldstöð í Prestahnúk. Í austanverðum sigdalnum virðist hins vegar vera eldstöðvakerfi sem nær frá Hrómundartindum til NA um Laugavatnsfjall og til Langjökuls í norðri. Í þessu kerfi eru þau fjöll sem setja mestan svip á sigdalinn eins og Skjaldbreiður, Hrafnabjörg og Tindaskagi. Ekki er sýnileg megineldstöð í þessu kerfi vegna skorts á ríólíti og jarðhita. Fyrir 700.000 árum lágu þessi eldstöðvakerfi saman og er áberandi hversu mikil basaltframleiðsla hefur verið í Botnsúlum og Laugarvatnsfjalli.


Á seinasta jökulskeiði huldi jökullinn allt vatnstæðið og náði það þangað sem nú er bærinn Krókur. Þar var lítið lón með útfalli. Undir þessum jökli mynduðust þeir stapar og móbergshryggir sem setja hvað mestan svip á landslagið eins og Hrafnabjörg, Tindaskagi, Kálfstindar, Laugarvatnsfjall og Skriðan.


Þegar jökullinn hopaði á preboreal skeiðinu (fyrir 9000 - 10000 árum) runnu gruggugar jökulár fram í vatnið og gáfu því skolgráan lit.


Eftir að jökullinn var horfinn úr sigdalnum runnu hraun eftir dalbotninum og síuðu um leið rennsli jökulfljótanna þannig að eftir þetta rann aðeins hreint lindavatn í stöðuvatnið. Elst þessara hrauna er Þingvallahraun [tvh] (10.200 BP) sem er vestan Almannagjár og suður undir Skálabrekku og við austurbakkann frá Arnarfelli suður að Sogi. Þetta hraun sést neðst í misgengisstalli Almannagjár. Yfir Þingvallahraun rann svo hraun sem kennt er við Brunna og Skógarkot [bsh]. Þetta hraun sést efst í misgengisstalli Almannagjár ◊. og sést í fláanum austan gjárinnar, nær norður undir Ármannsfell og austur að Vatnsviki. Yfir þetta hraun renna svo hraun skjaldbreiðar I og II. Yngri eru Gjárbakkahraun, sem myndaðist við gos í gígum sunnan Hrafnabjarga og rann suður að Vatnsviki. Eldborgarhraun kom upp í gosi á sprungu á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda og rann að hluta yfir Þingvalla- og Eldborgarhraun og vestur að Arnarfelli. Yngst er svo Þjófahraun sem rann frá gígaröð á milli Kálfstinda og Tindaskaga vestur undir Ármannsfell og sendi hrauntotu langleiðina suður að Skógarkoti. ◊.


Með tímanum rauf vatnið skarð í hraunstífluna og við það lækkaði yfirborð vatnsins um 11 m. Þetta gerðist skömmu eftir sprungugos norðan í Hengli sem myndaði Hagavíkurhraun fyrir uþb. 6000 árum.


Í þessari sprungu gaus aftur fyrir uþb. 2000 árum. Við það myndaðist Nesjahraun sem flæddi út í vatnið og gjallgígurinn Sandey myndaðist í sama gosi þar sem gaus í sömu sprungu á vatnsbotninum.


Eftir að kyrrð komst á eldvirknina hefur vatnið flætt á land við landsig. Landsigið gerist einkum í hrinum eins og td. í jarðskjálftum vorið 1789. Þeir stóðu í 10 daga og er talið að land hafi sigið um 2 m í sigdalnum miðjum. ◊.


Heimildir: John Sinton, Karl Grönvold, Kristján Sæmundsson 2005, AGU, GEOCHEMISTRY GEOPHYSICS GEOSYSTEMS, VOL. 6, Q12009, doi:10.1029/2005GC001021, 2005.

Kristján Sæmundsson 1992: „Geology of the Thingvallavatn area“, Í (Pétur M. Jónsson ed.) Ecology of oligotrophic, subarctic Thingvallavatn. Oikos, Vol. 64, 40 - 68, Copenhagen. [ISBN 87-7001-226-1]