plöntusteinar: [phytoliths] eru stinnar smásæjar agnir sem finnast í mörgum plöntum. ◊. ◊. Algengast er að þær séu úr kísli og stærð þeirra og lögun er breytileg eftir tegund plöntunnar og líkamshlutunm sem þær finnast í. Talið er að plöntusteinarnir styrki stilki og lauf.

 

Grös og líkar plöntur ( rís, villtur rís, maís, og ýmsar aðrar korntegundir) ásamt fjölda trjátegunda eru dæmi um plöntur sem innihalda plöntusteina.


Plöntusteinar eru sterkir og endast því lengi. Þeir koma því að góðum notum við fornleifarannsóknir þegar sýna þarf fram á tilvist plantna þótt leifar þeirra séu löngu horfnar. Steingervingafræðingar geta fundið plöntusteina í leifum dauðra og steingerðra jurtaæta.


Á Dekanskaga fundu steingervingafræðingar nýlega plöntusteina í steingerðri mykju risaeðla og bendir það til þess að þróun grasa hafi hafist mun fyrr en ætlað var.