ópall: (sanskrít = eðalsteinn) er illa kristallað eða myndlaust, vatnsbundið kísiloxíð. Steindin er oftast hálfgagnsæ, hvít eða litlaus. Eftirsóttustu afbrigðin endurspegla ljósi í öllum regnbogans litum og eru rauðu afbrigðin eftirsóttust.


|einkenni ópals|einkenni grófkristallaðs kvars|


Ópall myndast sem útfelling í kísilríku vatni og með rafeindasmásjá má sjá að mörg afbrigðin eru mynduð úr kúlum sem eru 10 til 1000 Å að stærð og raðast þær upp ýmist kúbískt eða hexagónal. Litadýrðin stafar af ljósbroti frá smásæjum lögum sem áðurnefndar kísilkúlur mynda.


Ópall er eðlisléttari en vel kristallað kvars og ef steindin er hituð rýkur vatnið burt að hluta og hún léttist um allt að 20% af þeim hluta vatns sem upphaflega var bundinn í steindinni. Við þetta endurkristallast steindin.



Sjá skrautsteindir.



Sjá um íslenskar kvarsholufyllingar.