myndbreyting: efnis er ferli sem á við sérhverja breytingu í byggingu [structure] bergs neðanjarðar. Berg myndbreytist við þrýsting og/eða hita en bráðnar þó ekki. Við myndbreytinguna verður bergið þéttara í sér og eðlisþyngra og nýjar steindir myndast við enduruppröðun jóna eða efnahvörf við vökva sem síga inn í bergmassann; [metamorphism, gr.: meta, μετα: eftir, síðar; morf, μορφ: mynd, kristalgerð].
Sjá meira um myndbreytt berg.