Jarðfræðiglósur GK

Máni: tungl Jarðar, er talið hafa myndast eftir að hnöttur á stærð vð Mars rakst á hana ≈ 50 Má eftir að myndun hennar hófst fyrir 4,5 Gá. Gert er ráð fyrir því að þessi hnöttur hafi myndast um leið og Jörðin á svokölluðum Lagrangepunkti [Lagrangian points, Lagrange point] á sporbaug hennar og á sama tíma og hún. Hnötturinn hafði í fyrstu sama umferðartíma um Sólu og Jörðin en eftir því sem hann stækkaði breyttist það og svo fór að árekstur átti sér stað.


Áhrif Mánans á Jörðu eru mikil og auk flóðkraftanna sem valda sjávarföllum leitast þyngdarkraftar hans og sólar við að halda möndulhalla Jarðar stöðugum við 23½. Án þyngdarkrafta Mánans myndu áhrif reikistjarnanna valda tilviljanakenndri óreiðu á möndulhallanum þannig að hann væri að flökta á milli 0° til 85°. Jafnvel gætu jarðpólarnir snúið að sólu um langan tíma. Við slíkar aðstæður er vart hægt að hugsa sér núverandi lífríki hér á Jörðu. ◊.



Heimildir: leitarorð: [Stjörnufræðivefurinn myndun tunglsins] Stjörnufræðivefurinn - Myndun tunglsins / 21.01.09
<http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/186-myndun-tunglsins>
Laskar, J. & Joutel, F. & Robutel, P. 1993: Stabilization of the Earth's obliquity by the Moon. Nature 361, 615-617