sjávarföll: [tide] verða fyrir áhrif aðdráttarafls tungls og sólar og eru því háð reglubundnum gangi tungls um jörðu og jarðar um sólu. Tunglmánuður er um 29,531 sólarhringar og snúningur jarðar miðað við tunglið tekur um 24 klst og 50 mín en á þeim tíma verður flóð og fjara tvisvar hér við land. Stórstreymt [En: spring tide; De: Springflut] er tvisvar í hverjum tunglmánuði eða þegar tungl er nýtt og svo aftur þegar það er fullt en smástreymt [En: neap tide; De: Nippflut] er á fyrsta og þriðja kvartili. ◊ ◊.
flóð: þegar sjór stendur hæst [En: high tide; De: Flut {f}]
fjara: þegar sjór stendu lægst [En: low tide; De: Ebbe {f}]
stórstraumsflóð [En: springflod] er sá sá tími þegar hæst er flóð og tungl er fullt eða nýtt.
stórstraumsfjara er sá sá tími þegar sjávarborð er lægst og tungl er fullt eða nýtt.
smástraumsfljóð er sá tími þegar hæst er flóð á fyrsta og þriðja kvartili tungls
smástraumsfjara [En: neap tide] er lægsta borð sjávar við háfjöru á fyrsta og þriðja kvartili tungls.
Sjá meira um sjávarföll.
Sjávarfallatafla fyrir Reykjavík og fleiri staði hér á landi hjá Tide-Forecast.com