leiðarsteinn: er jökulborinn úr það auðkennanlegu bergi að ljóst er hvar hann hefur brotnað úr berggrunni á tiltölulega litlu afmörkuðu svæði. Slíkir steinar eru oft langt að komnir með skriðjökli og af þeim má greina skriðstefnu og lengd skriðjökulsins. [indicator stone, Dk. ledeblok, De. Findling] ◊
Leiðarsteinar frá Óslóarsvæðinu úr stórdílóttu bergi hafa nýst vel hvað þetta snertir.
Sjá einnig seguljárnstein.