afmyndað kvars: [shocked Quartz] hefur smásæa samhliða afmyndunarfleti sem gerir steindina frábrugðna venjulegu kvarsi. Við mikinn þrýsting en lágt hitastig getur kristalgerð steindarinnar afmyndast og myndað slíka fleti í kristalnum. Þessir fletir sjást sem línur þegar kristallinn er skoðaður í smásjá. ◊ ◊
Líklegt er að loftsteinn hafi fallið á yfirborð Jarðar þar sem afmyndað kvars er að finna.
Sjá K/T-útdauðann.