kórallar: teljast til fylkingar holdýra [Cnidaria, Coelenterates]. Steingerðir finnast í jarðlögum frá síð-frumlífsöld til nútíma.
Svokallaðir tabula-kórallar ◊ lifðu frá árordóvísíum til síðperm og rugosa-kórallar ◊ frá mið-ordðovísíum til síðperm.
Nútíma steinkórallar eða hexakórallar [Scleractinian kórallar] komu fram á trías. ◊ ◊
Kórallar sem nú byggja rif lifa í sambýli við ljóstillífandi þörung sem heldur sig í holsepanum. Þeir mynda stoðgrind úr kalsíum-karbónati og eru stoðskilrúmin 6 eða margfeldi af 6. ◊ ◊ ◊. Vegna ljóstillífunarinnar halda þeir sig þess vegna í tærum, hlýjum sjó og ekki neðar en á 50 m dýpi. ◊ ◊ ◊ ◊. ◊
Sumir hexakórallar frá tríastímabilinu héldu sig á djúpu vatni og bendir það til þess að þeir hafi ekki náð að þróa sambýlið fyrr en á síðtrías eða árjúra.
Steinkórallar við Ísland.
Sjá tímasvið nokkurra valdra fylkinga í jarðsögunni: ◊.
Sjá INDEX → K → kórallar.
Orðmyndir og fallbeygingar: | kórallur - kórall - kóralli - kóralls |
kórallar - kóralla - kóröllum - kóralla |