steinkórallar vaxa hér við land og víðar á NA-Atlantshafi við landgrunnsbrúnir og í landgrunnshlíðum þar sem straumur er töluverður. Þar vaxa þeir í stökum þyrpingum og eru þar ríkjandi botnlífverur en ná þó ekki að mynda háreist rif líkt og aðrar tegundir kóralla gera nær miðbaug. ◊ Þeir vaxa hægt og geta orðið allt að 500 ára gamlir. Þessir kórallar skapa margbrotið búsvæði fyrir önnur sjávardýr sem lifa innan um kórallana. Útbreiðsla steinkóralsins Lophelia pertusa er þekktastur og hefur hann fundist víða í Norðaustur-Atlantshafi. ◊ ◊
Sjá INDEX → K → kórallar.