karat — carat

Einingin karat er notuð sem mælieiningin á tvennan hátt þe. bæði til að meta hreinleka gulls og sýna massa eðalsteinda eins og demanta. Þetta getur verið afar ruglandi og til þess að forðast rugling á þessu tvennu er reynt að halda þessu aðskyldu með því að rita orðin með c eða k; karat fyrir gull og carat fyrir eðalsteina. Þessari reglu er td. fylgt í Bandaríkjunum.


carat: hefur verið felld að metrakerfinu og jafngilda 0,200 g 0,01 carati. Carat er notað til að tilgreina massa demanta, rúbína, safíra, emerald, tópasa, aqamarine, granats, tourmalins, zircos, spinels og stundum er einingin notuð þegar ópalar og perlur eru vegnar.


karat: er mælieining fyrir hreinleika gulls í málmblöndu. 1 gullkarat er 1/24 eða 4,1667% af heildarmassa málmblöndu. Hlutur úr málmblöndu sem inniheldur gull er sagður svo og svo mörg karöt eftir því hversu mikið gull er í blöndunni. Hlutur úr málmblöndu sem í eru 16 hlutar af hreinu gulli og 8 hlutar af öðrum málmum er því 16 karöt.