demantur: [diamond] er úr hreinu kolefni, C, hamskiptingur grafíts og harðastur steinda (10) og jafnframt vinsælasti gimsteinninn vegna leiftrandi tærs glampa. Harkan gerir demanta mikilvæga til margvíslegra nota í iðnaði. ◊
Demantar finnast einkum í svokölluðu kimberlíti og í árseti og jökulbergi sem að öllum líkindum er set úr rofnu kimberlíti.
| Demanturít — helstu einkenni | |
| F: C | |
| ×× Kúbískt | H: 10 |
| Gl: Demantsgljái (óviðjafnanlegur) | Em: 3,5 - 3,53 |
| Li: Litlaus, hvítur, grár, blár [111] fullkomin | # Góð |
| F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur. | |
Sjá skrautsteindir.