Jökulsárgljúfur

Farvegur Jökulsár á Fjöllum frá Selfossi og norður á sanda liggur um Jökulsárgljúfur sem eru lengstu gljúfur Íslands ∼ 30 km löng og hafa stórhlaup í ánni einkun myndað gljúfrin á síðustu 5000 árum. ◊. Það fyrsta hljóp niður Kvíafarveg, Ásbyrgi, Geitadal og líklega einnig Landsgljúfur fyrir um 4.600 árum. ◊. Einnig má sjá merki um hamfarahlaup sem hljóp niður Landsgljúfur, Ásbirgi og Geitadal fyrir 3000 árum. Enn eitt hamfarahlaupið hljóp svo niður farveg Jökulsár fyrir 2000 árum. Það gróf núverandi gljúfur í melhjalla og ungu hraunin frammi í gljúfrum, sameinaði gljúfrin í Ásbyrgi fyrir sunnan Eyjuna í mikinn hamrasal. ◊. Jökuldárgljúfrin eru að mestu leyti grafin í þessu hlaupi.


◊.



Sjá síðu um hamfarahlaup.



Vegna umbrota í Bárðarbungu og Dyngjujökli hefur Veðurstofa Íslands gefið út bráðabirgðamat á jökkulhlaupi í Jökulsá á Fjöllum miðað við 25.000 m3/sek rennsli. ◊.



Sjá gröf yfir nokkur hlaup til samanburðar:








Heimildir Sigurvin Elíasson 1977: „Molar um Jökulsárhlaup og Ásbyrgi“ Náttúrufræðingurinn, 47 (3-4), 160-179.