jökulkvörn: [glacier moulin] myndast þar sem leysingavatn á jökli leitar niður í sprungur og myndar djúpa svelgi. ◊.


Við jökulbotn skriðjökla hrærir vatnið í botnurðinni og grefur þannig stóra skessukatla í berggrunninn.


Sjá jökulsprungur og jökultjörn.


Sjá ennfremur flæðarjökul.