jökulborið set: [proglacial sediment] hverskys set sem borist hefur með jökli svo sem dreif, jökulurðir, jökulöldur. Með tímanum breytist jökulborið set í jökulberg.


Kornastærð: Allar kornastærðir koma fyrir.


Aðgreining og lagskipting korna: Lagskipting er lítil sem engin því jökullinn vöðlar öllu saman.


Áferð korna: Kornin eru núin en hvergi nærri eins vel og hjá vatna- eða sjávarseti. Þau eru oft með rispum.


Steindir, bergtegundir: Oft má sjá í jökulruðningi korn úr sérkennilegum bergtegundum sem óvíða finnast. Þannig hafa grettistök verið notuð til að sýna fram á rennslisleiðir jökla í Skandinavíu og Ölpunum, (leiðarsteinn).


Sjá samanburð á jökulbornu seti og vatnsbornu seti.



Sjá INDEXL → landmótun → jöklar.



Sjá INDEXSset



Sjá INDEXSsetberg