ísöldin, seinasta: upphaf ísaldsr á Íslandi er miðað við jökulbergslög í Borgarfirði, Hvalfirði, á Jökuldal og Fljótsdal, sem gefa til kynna að ísöld hafi hafist fyrir 2,7 Má. Henni lauk svo fyrir 10 þúsund árum. ◊ 
 
Venja er að skipta ísöldinni í tvo hluta: þann fyrri og síðari og eru mörk þeirra miðuð við upphaf núverandi segulskeiðs, Brunhes, sem hófst fyrir 0,8 Má. ◊ 
 ◊ 
 
Áður var ísöld talin hefjast fyrir 3,3 Má og féll það að lokum blágrýtismyndunarinnar en lok hennar eru miðuð við mörk segulskeiðanna Gauss og Gilbert. ◊ 
 ◊ 
Ísöldin var ekki einn samfelldur fimbulvetur heldur skiptust á kulda- og hlýskeið. |T| Seinasti hluti síðasta jökulskeiðs er kallaður síðjökultími.
Sjá meira um seinustu ísöld.