Jarðfræðiglósur GK

hvatberi: [mitochondrion, ft.: mitochondria] er frumulíffæri í frymi nær allra heilkjörnunga. Þeir innihalda þá hvata (ensím) sem starfa við frumuöndun [respiration]. Hvatberarnir hafa sitt eigið genamengi sem kóða rRNAs, tRNAs, og sum af þeim próteinum sem taka þátt í oxunar fosfórun; [phosphorylation].


Talið er að hvatberarnir hafi þróast á þann hátt að fruma hafi tekið sér bólfestu inni í annarri frumu. Slíkt kallast innanfrumusamlífi [endosymbiosis]. Þá hefur leitt til þess að frumurnar missti hæfileikann til að lifa sitt í hvoru lagi en samstarfið þróaðist áfram. ◊.