hrafntinna: [obsidian] er afbrigði af rýólíti og myndast við snögga kælingu á yfirborði rýólíthrauna og innskota. Kælingin er þá svo snögg að hraunbráðið nær ekki að kristallast og storknar þess í stað sem gler. Hrafntinnan er svört og hefur gljáa og brotfleti sem gler. Hún finnst í miklu magni t.d. í Hrafntinnuhrygg við Kröflu og í Hrafntinnuhrauni vestan Hrafntinnuskers á Torfajökulssvæðinu.


Em = 2,39 ±0,02.