holduggar: [Sarcopterygii; Gr.: σαρξ, sarx:, kjöt; πτερυξ, pteryx: vængur, uggi ] undirflokkur beinfiska sem komu fram á árdevon. Af holduggum þekkjast tveir ættbálkar: Rhipidistia sem landdýr eru talin hafa þróast af og Actinistia eða Coelacanthiformes.
Nú eru átta tegundir holdugga þekktar. Þar af eru 6 tegundir lungnafiska ◊ sem allar lifa í ferskvatni á suðurhvelinu og 2 tegundir skúfa sem lifa í sjó. ◊
Einn holdugga devontímabilsins. ◊
Eusthenopteron af ættbálki Rhipidistia frá kolatímabilinu: ◊ ◊ ◊
Sjá yfirlitsmynd um þróun fiska: ◊
Yfirlitsmynd yfir þróun fornskú til froskdýra ◊.