gliðnun: [rifting] gerist í hviðum [episode] atburða á rekbeltum Íslands þegar land rís við að kvika stígur upp og þrengir sér inn í sprungur á gliðnunarbeltinu. Þetta var reynslan í Kröflueldum þar sem fylgst var með samspili kvikuhreyfinga og gliðnunar. Þar stóðu kvikuhlaup frá 1975 – '79 og hraungos 1980 –  '84.1,85. Þess á milli virðist hreyfing vera lítil en það breytir því ekki að meðalrekhraðinn er um 1 cm á ári út frá rekbeltinu.


Sjá um gangasveima í blágrýtismynduninni.




Heimild: 1 Kristján Sæmundsson 1991: „Jarðfræði Kröflukerfisins“, í Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson ritst. Náttúra Mývatns, HIN.