Galapágoseyjar


Galapagoseyjar eru klasi eldfjallaeyja sen liggja við miðbaugs Jarðar 1.123 km vestur af landinu Ecuador sem þær tilheyra. 1.300 km vestan eyjaklasans mætast þrír úthafsflekar: Kyrrahafs-, Kókos- og Nazkaflekinn á svokölluðum þrípunkti flekaskila. Undir eyjaklasanum kraumar heitur möttulstrókur, ◊. heitur ritur, sem veldur mikilli eldvirkni og hefur hlaðið upp landgrunni, neðansjávarfjöllum og eyjum sem rísa upp úr haffletinum. Auk þess virðist jarðhnik sem á sér stað við þrípunktinn hafa haft mikil áhrif á upphleðslu eyjanna og landgrunnsins undir þeim. Við rek flekanna Kókos- og Nazka myndast slóð gosefna á flekunum, ekki ósvipað og við Hawaii-eyjar.


Á þrípunkti flekaskila sem þessum brotnar gjarna úr flekunum þannig að örfleki myndast við þrípunktinn, líkt of á Azoreyjum, og í tilfelli Galapagos-eyja virðist þessi örfleki hafa brotnað upp í tvo og snúast þeir andstætt hvor öðrum.


Eldvirkni yfir heitum reit á flekaskilum myndar í flestum tilfellum basíska kviku og á eyjunum hefur hún myndað dyngjur (skjaldfjöll).



Stærstu eyjarnar í Galapágos-eyjaklasanum og listi yfir eldgos á eyjunum.







Heimildir:   1 Klein, Emili et al. 2005: „Counter-rotating microplates at the Galapagos triple junction“ NATURE |VOL 433 | 24 FEBRUARY 2005.
2 Deborah K. Smith and Hans Schouten 1992: „Distributed deformation ahead of the Cocos Nazca Rift at the Galapagos triple junction“ American Geophysical Union, Volume 12, Number 11.