Borverkefni á ísbreiðu Grænlands [Greenland Ice Sheet Project, GISP]

2007           NEEM ◊. NEEM (North Greenland Eemian Ice Drilling) (N 77'27 W 51'03) 2007 - 2012

NEEM er alþjóðaverkefni sem gert er ráð fyrir að standi yfir frá 2007 til 2012 og að hægt verði að ná ca. 2550 m ískjarna. Tilgangurinn er að ná ískjarna með ís sem myndaðist á síðasta hlýskeiði þe. Eemaian-hlýskeiðinu. Eemaian-skeiðið er einkum áhugavert ef hægt verður að spá um þróun núverandi hlýskeiðs út frá því. Rannsóknir á NEEM ískjarnanum munu þess vegna auka skilning okkar á loftslagi liðinna árþúsunda og auka möguleika okkar á því að segja fyrir um hvernig ísbreiða Grænlands bregst við hækkandi meðalárshita.
2006 Flade Isblink ◊. Flade Isblink verkefni Danmerkur og Bandaríkjanna 2006, 435 m.

Borstaðurinn er á 40 km breiðum (A-V) og 150 km löngum (N-S) Flade Isblink hveljöklinum og valinn nálægt danskri herstöð, Station Nord, af hagkvæmnisástæðum. Markmið verkefnisins voru tvenns konar þe. að prófa nýjan borvökva og rannsaka sögu Flade Isblink hveljökulsins. Vökvinn reyndist vel og var ákveðið að nota hann við NEEM borunina. Mikil ákoma er á jöklinum ár hvert og vegna þess hve lár hann er eða 700 m ys. er sólbráð mikið á jöklinum á sumrin og leysingavatn sígur því niður í hjarnið. Því var ekki hægt að nota árlög í kjarnanum til aldursgreininga en bráðabirgða niðurstöður benda til þess að jökulhvelið sé ekki eldra en 4000 ára.
1999 NGRIP ◊. NGRIP eða NorthGRIP (North Greenland Ice Core Project) [75.1 N, 42.32 W] 2.917 m hys.

Borun hófst 1999 og henni lauk 2003 þegar botni jökulsins við berggrunninn var náð við botn íshellunnar á 3.083 m dýpi. Staðurinn var valinn því að þarna er berggrunnurinn sléttur og því líklegt að ná mætti kjarna með loftslagsupplýsingum frá síðustu ísöld og það tókst. Á óvart kom að bráðnun vegna jarðvarma er við botn íssins og þess vegna eru 105 ká botnlög 1,1cm þykk eða helmingi þykkri en í GRIP kjarnanum. Gögn í þessum kjarna frá 5 ká tíma á Eemian hlýskeiðinu eru góð og leysa vanda sem upp kom við lestur GRIP og GISP2 kjarnanna frá sama tímabili. Af borkjörnunum þremur má sjá að á þessum tíma var loftslag álíka stöðugt og á nútíma.
1995 Hans Tausen ◊. Hans Tausen hveljökullinn er í Peary Landi norðan jökulbreiðu Grænlands. Frá norðri til suðurs er hveljökullinn 75 km og 50 km frá vestri til austurs. 1995 náðist 345 m langur kjarni þegar berggrunni var náð á suðaustur hvelinu. Öskulög í ískjarnanum voru notuð til að tímakvarða kjarnann og gefa þau til kynna að Peary Land hveljökullinn byrjaði að myndast fyrir 3500 árum BP.
1992 – ’93 SUMMIT ◊. Summit nefnist allstórt svæði á hábungu Grænlandsjökuls og er meðalárshiti þar -32°C og lítil sem engin hreyfing á ísnum og fergist hann þar því lóðrétt. Þar er því líklegast að ná megi elsta ís á jökulbreiðu Grænlands.

Borverkefnin á Summit svæðinu ganga undir nöfnunum GRIP og GISP2 og eru þau samvinnuverkefni Belgíu, Danmerkur, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Sviss auk Íslands.
GRIP GRIP (Greenland Icecore Project) verkefninu lauk 12 júlí 1992 og hafði þá náðst 3028,8 m langur kjarni. Gæði kjarnans eru mjög góð ef frá er talið á 800 m - 1300 m löngum kafla þar sem hann brotnaði vegna innri spennu og neðstu 6 m eru mjög leirugir og með einstaka steinvölum.
GISP2 GISP-verkefninu sem hófst með borun við DYE 3 var haldið áfram á Summit-svæðinu á borstað sem gengur undir nafninu GISP2. Borinn náði botni 1. Júlí 1993 á 3053 m dýpi og auk þess var borað 1,55 m niður í berggrunninn. Í borkjarnanum eru greinileg árlög og hann geymir mjög vel loftslagssögu síðustu 105 ká en neðar í kjarnanum hefur ísinn skriðið yfir ósléttan berggrun og lagskipting íssins bjagast þess vegna. Ískjarninn er nú geymdur hjá ískjarna-rannsóknarstofunni í Lakewood, Colorado, Bandaríkjunum.
1971 - ’81 DYE 3 ◊. DYE 3 (65°N 43°W)1981 — 2037 m langur borkjarni náðist.

Hér var um sameiginlegt verkefni að ræða sem vísindasjóðir í Danmörku, Bandaríkjunum og Sviss fjármögnuðu og vísindamenn frá þessum löndum ásamt fleirum unnu að. Á ensku gengur verkefnið undir heitinu Greenland Ice Sheet Project eða GISP.

Hafist var handa við boranir 1971 og náðist um 400 m kjarni næstu árin. En sumarið 1979 var notaður nýr bor smíðaður í Danmörku og var aðalhönnuður hans Sigfús J. Johnsen. Eftir nokkrar tilraunir náði borinn berggrunninum undir ísnum þann 10. Ágúst 1981 á 2037 m dýpi.
1963 Camp Century   ◊. Borað var frá 1963 - 1966 og náðist 1391 m langur kjarni

Þetta verkefni reyndist mjög mikilvægt því að mælingar á stöðugum samsætum í ís kjarnanum sýndu fram á að hægt var að lesa sögu loftslagsbreytinga aftur til ísaldar.


Heimildir:    < http://www.iceandclimate.nbi.ku.dk/research/ >  (100706)