blandkristall: kristallausn, einsleit blanda tveggja eða fleiri efna. Flestar frumsteindir storkubergs hafa myndast í kristallausn sem blandkristallar. Þetta á við um ólívín, pýroxen, amfíból, bíótít og plagíóklas; [solid solution, mixed crystal].
Dæmi um samfelldan blandkristal er fosterít-fayalít syrpa frumsteindarinnar ólívíns. ◊ 
 Í þessari syrpu breytist efnasamsetningin frá forsteríti, magnesínsilíkati (Mg2SiO4), yfir í  fayalít, járnsilíkat (Fe2SiO4). Kristalbygging allrar syrpunnar er sú sama en efnislegir eiginleikar breytast í takt við efnasamsetninguna. ◊ 
 ◊ 
 
| forsterít, (magnesín silíkat, Mg2SiO4) | 0% – 10% Fe | 
| chrysolít | 10% – 30% Fe | 
| hyalosiderít | 30% – 50% Fe | 
| hortonolít | 50% – 70% Fe | 
| ferrohortonolít | 70% – 90% Fe | 
| fayalít (járnsilíkat, Fe2SiO4) | 90% – 100% Fe | 
Karbónötin kalsít (CaCO3), magnesít (MgCO3) og siderít (FeCO3) geta verið dæmi um blandkrisalla hjá síðsteindum. Sykurberg er t.d. blanda kalsíts og síderíts.